
Um hugbúnað tækja og
uppfærslur forrita
Hugbúnaðaruppfærslur tækja og uppfærslur forrita veita
nýja möguleika og bættar aðgerðir fyrir tækið þitt. Uppfærsla
á hugbúnaði getur einnig bætt afköst tækisins.
Mælt er með að þú takir
öryggisafrit af persónulegum
upplýsingum áður en þú
uppfærir hugbúnað tækisins.
Viðvörun: Ekki er
hægt að nota tækið meðan á
hugbúnaðaruppfærslu
stendur, jafnvel ekki til að
hringja neyðarsímtöl. Aðeins
er hægt að nota það að
uppfærslunni lokinni og
þegar það hefur verið
endurræst. Taka skal
öryggisafrit af gögnum áður
en uppfærsla er samþykkt.
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
9

Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar
gagnasendingar (sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða
tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.
Eftir að þú uppfærir hugbúnað tækisins eða forrit kunna
leiðbeiningarnar í notendahandbókinni að vera úreltar.