Fylgst með öllum samskiptum
Veldu
Valmynd
>
Notk.skrá
.
Til að skoða öll símtöl, textaskilaboð eða gagnatengingar
sem tækið hefur skráð skaltu opna flipann með almennu
notkunarskránni
.
Nákvæmar upplýsingar um samskiptaatburð eru skoðaðar
með því að velja atburðinn.
Ábending: Undiratburðir, líkt og að senda
textaskilaboð í fleiri en einum hluta eða að nota
pakkagagnatengingu, eru skráðir sem einn
samskiptaatburður. Tenging við pósthólfið þitt,
skilaboðastöð margmiðlunarskilaboða eða vefsíður
eru sýndar sem pakkagagnatengingar.
Til að bæta símanúmeri úr samskiptaatburði við Tengiliði
velurðu
Valkostir
>
Vista í Tengiliðum
og býrð til nýjan
tengilið eða að bætir símanúmerinu við tengilið sem þegar
er til.
Til að afrita númerið, til dæmis til að líma það inn í
textaskilaboð, skaltu velja
Valkostir
>
Taka númer
>
Afrita
.
Til að skoða tiltekna gerð samskiptaatburðar, eða samskipti
við tiltekinn aðila, skaltu velja
Valkostir
>
Sía
og svo síuna
sem á að nota.
Til að eyða varanlega innihaldi notkunarskráarinnar,
teljurum nýlegra hringinga og skilatilkynningum skilaboða
skaltu velja
Valkostir
>
Hreinsa notkun.skrá
.